Skilmálar

SKILMÁLAR VERSLUNAR 


Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Rósakot ehf. sem er til heimilis að Víðimel 68, 107 Reykjavík, sími 891-8318.  Kennitala fyrirtækisins er 540269-3359 og virðisaukaskattsnúmer er 4888. 

Innkaupaleiðir og greiðslumáti 

  1. Rósakot ehf. starfrækir vefverslunina http://rosakot.karfa.is   þar sem kaupendur versla vörur á vefnum.  Greiðsla er annað hvort framkvæmd með kreditkorti í gegnum Korta, sem er greiðsluvefur Kortaþjónustunnar ehf., eða með því að leggja greiðsluna inn á reikning Rósakots ehf. númer 516-26-2545 í Íslandsbanka. 
  2. Á vefsíðu Rósakots ehf.  www.rosakot.is   er einnig unnt að kaupa vörur með því að hlaða pöntunarlistum niður af síðunni, fylla þá út og senda í tölvupósti á netfangið:  postur@rosakot.is     Greiðsla er lögð inn á reikning Rósakots ehf. sbr. lið 1. 
  3. Þá er hægt að leggja inn pantanir með símtali við starfsmann Rósakots ehf. 

Ánægja viðskiptavina

Starfsmenn Rósakots ehf. leggja áherslu á lipra og faglega þjónustu og leitast við að koma til móts við óskir viðskiptavina sinna. 

Afgreiðsla pantana 

Pantanir sem gerðar eru í Vefverslun Rósakots ehf. eru að jafnaði póstlagðar daginn eftir að gengið hefur verið frá greiðslu þeirra.  Þær pantanir sem gerðar eru eftir öðrum leiðum (tölvupóstur eða símpöntun) eru afgreiddar í samráði við kaupanda.

Áætlaður afhentingartími 

Áætlaður afhentingartími er 3-4 sólahringar eftir að greiðsla hefur verið móttekin.

Afhendingarmáti 

Vörur eru að jafnaði sendar til kaupanda með Íslandspósti.  Ef sendingin kemst inn um bréfalúgur er hún borin í hús, annars sendist hún í það pósthús sem næst er heimili kaupanda. 

Sendingarkostnaður 

Sendingarkostnaður er innifalinn í verði bókanna.

Skilaréttur / Skilafrestur 

Vöru er hægt að skila gegn framvísun kvittunar svo lengi sem hún er enn í sölu hjá fyrirtækinu en hún þarf að vera í upprunalegu ástandi.  Þegar vöru er skilað er viðskiptavini boðin sambærileg vara eða inneignarnóta. Ef vara reynist vera gölluð er viðskiptavini boðin sambærileg vara í stað þeirrar gölluðu og greiðir Rósakot ehf. sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á henni, en við önnur skil er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda. 

Greiðslumáti 

Í Vefverslun Rósakots ehf. er tekið við öllum kreditkortum.  Einnig er hægt að greiða fyrir vörur með því að millifæra inn á reikning Rósakots ehf. í netbanka Íslandsbanka. 

Skattar og gjöld 

Öll verð eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Trúnaður 

Rósakot ehf. heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.  Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Öryggi 

Í Vefverslun Rósakots ehf. er tekið við VISA og MasterCard kreditkortum. Greiðslur fara fram á greiðslusvæði Netgreiðslna Korta og sér því Kortaþjónustan um að öllum öryggis-ráðstöfunum sé beitt og öryggiskröfum sé fullnægt.  Greiðslusvæði Netgreiðslna Korta er varið með SSL dulkóðun og er greiðsluferlið sjálft í samræmi við öryggiskröfur frá alþjóðlegu kortafyrirtækjunum, MasterCard International og Visa International, svokölluðum PCI staðli.

  

Reykjavík, 1. febrúar 2013Til baka